Tannkoli
Tannkoli | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Atheresthes stomias (D. S. Jordan & C. H. Gilbert, 1880) |
Tannkoli (fræðiheiti: Atheresthes stomias) er flatfiskur af flyðruætt. Tannkoli er ólíkur öðrum flatfiskum að því leyti að vinstra augað er ofar en hægra augað og er það sjáanlegt frá blindu hliðinni. Augnhliðin hefur tilhneigingu til að vera dökk/grábrún til ólífubrún en blinda hliðin er hins vegar ljósgrá til hvít á litinn. Efri kjálkinn nær yfir eða fyrir utan bakhlið neðri augans, Kviðugginn er á öðrum stað á tannkolanum en á öðrum fiskum, hann byrjar hjá miðju auganu. Tannkolinn hefur mjög stóran munn með tveimur röðum af skörpum tönnum sem eru í laginu eins og örvar.
Tannkoli er einn af stærstu flatfiskategundunum en hámarkslengd hans er 84 cm og getur hann vegið um 8 kg. Þeir geta lifað í allt að 27 ár en þeirra helsta fæða er rækja og ljósáta.
Veiðar
[breyta | breyta frumkóða]Tannkoli finnst frá austur Beringshafi til San Pedro í Suður-Kaliforníu. Hann finnst bæði í norður og suður af Alaskaskaga og Aleut-eyjum. Tannkoli getur lifað á um 18-950 m dýpi í sjó í -1,43°-8,66° heitum sjó, hann lifir oftast á sandbotni og er í félagsskap við kyrrahafslúðu á meira en 50 m dýpi.
Tannkoli er fyrst og fremst veiddur af togurum frá Washingtonfylki og Oregon en einnig takmarkaðar veiðar frá Kaliforníu. Markaðurinn fyrir tannkola er ekki stór vegna að því er talið lélegra gæða. Hann er aðallega meðafli við veiðar á öðrum tegundum og er jafnvel fleygt aftur á sjóinn. Aflinn var fyrst og fremst seldur sem minkafóður en síðan seint á sjöunda áratugnum hefur tannkoli líka verið notaðar til manneldis.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- http://oregonfishinginfo.com/Arrowtooth%20Flounder.html Geymt 8 maí 2019 í Wayback Machine Skoðað 12.febrúar 2018
- https://en.wikipedia.org/wiki/Arrowtooth_flounder Skoðað 13.febrúar 2018
- http://www.fishbase.org/summary/517 Skoðað 14.febrúar 2018
- https://wdfw.wa.gov/fishing/bottomfish/identification/flatfish/a_stomias.html Geymt 24 desember 2017 í Wayback Machine Skoðað 14.febrúar 2018
- https://www.pcouncil.org/wp-content/uploads/2017/12/2017_Arrowtooth_Flounder_Update-20Dec2017.pdf[óvirkur tengill] Skoðað 16.febrúar 2018
- Guðni Þorsteinsson (1980). Veiðar og veiðarfæri. (Reykjavík: Almenna bókafélagið).