Fara í innihald

Aljútaeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aleut-eyjar)
Gervihnattarmynd af Aljútaeyjum.
Eldfjöll.
Cleveland- eldfjallið gýs árið 2003.

Aljútaeyjar (enska: Aleutian islands, Tanam Unangaaeru á aleut-tungu og ef til vill komið úr tjúktísku af aliat, sem þýðir „eyja“) er röð 14 eldfjallaeyja og 55 smærri eyja sem mynda eyjahrygg í norður-Kyrrahafi og ná um 1900 km vestur frá vestasta hluta AlaskaKamsjatkaskaga. Mestur hluti hryggsins telst til bandaríska fylkisins Alaska en allra vestasti hlutinn tilheyrir Rússlandi. Eyjarnar mynda hluta af Eldhringnum í Kyrrahafi og marka skil Kyrrahafs og Beringshafs. Eyjarnar má skilgreina bæði sem hluta Norður-Ameríku og Asíu. Þær eru um 17,7 ferkílómetrar að stærð. Íbúar eyjaklasans voru um 8000 manns árið 2000. Fyrir 1867 voru eyjarnar þekktar sem Katrínar-eyjaklasinn þegar Rússar voru þar áhrifamiklir. Í seinni heimstyrjöld réðust Japanir á eyjarnar Attu og Kiska og héldu þeim í rúmt ár.

Aljútaeyjar skiptast í 4 eyjaklasa:

57 eldfjöll eru á eyjunum. Hæsta fjallið er Makushi-eldfjallið á Unalaska-eyju. Fuglalíf er ríkulegt á eyjunum en spendýr eins og nautgripir, hreindýr og refir hafa verið flutt inn af mönnum. Sárafá tré eru á eyjunum en þau vaxa ekki hátt vegna sterkra vindstrengja.