Fara í innihald

Taiwania cryptomerioides

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Taiwania cryptomerioides

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Taiwania
Tegund:
T. cryptomerioides

Tvínefni
Taiwania cryptomerioides
Hayata
Samheiti
  • Taiwania flousiana Gaussen
  • Taiwania yunnanensis Koidz.
  • Taiwania cryptomerioides var. flousiana (Gaussen) Silba

Taiwania cryptomerioides er stórt sígrænt tré ættað frá austur Asíu.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Taiwania cryptomerioides in the botanical magazine Shokubutsugaku zasshi (1907)
Taiwania cryptomerioides' needle-like leaves.

Hún er ættuð frá austur Asíu, í fjöllum mið Taiwan, og staðbundið í suðvestur Kína (Guizhou, Hubei, Sichuan, Yunnan, Tíbet) og nærliggjandi svæðum í Myanmar, og norður Víetnam.[2][3] Tegundinni er ógnað af ólöglegu skógarhöggi vegna verðmæts viðarins á mörgum stöðum. Það er líklegt að útbreiðslan hafi verið mun meiri áður fyrr en skroppið saman vegna mikils skógarhöggs.[1] Stofnar á meginlandi Asíu voru áður taldir aðskilin tegund Taiwania flousiana af sumum grasafræðingum, en nefndur munur milli þeirra og stofnsins í Taívan stenst ekki þegar sýni frá mismunandi svæðum eru borin saman.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er ein stærsta trjátegundin í Asíu, hún verður að 90 m há með bol að 4m í þvermál ofan við styrktarstofn (buttressed base).[4] Barrnálarnar eru 8 til 15mm langar á ungum til 100 ára trjám, en verða smátt og smátt meira hreisturlaga, 3 - 7 mm langar á eldri trjám. Könglarnir eru litlir, 15 – 25 mm langir, með um 15-30 þunnar, viðkvæmar köngulskeljar, hver með tvemur fræjum.

Viðurinn er mjúkur, en endingargóður og með þægilega kryddlykt, og var mjög eftirsóttur áður, sérstaklega í hof og líkkistur. Hversu sjaldgæf tegundin er og hægur vöxtur í ræktun þýðir að löglegt timbur er nú sjaldgæft.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Thomas, P. & Farjon, A. (2011). Taiwania cryptomerioides. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2011: e.T31255A9620141. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-2.RLTS.T31255A9620141.en. Sótt 15. janúar 2018.
  2. "Taiwania". Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine World Checklist of Selected Plant Families (WCSP). Royal Botanic Gardens, Kew.
  3. Fu, Liguo; Yu, Yong-fu; Mill, Robert R. "Taiwania cryptomerioides". Flora of China. 4 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  4. Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.