Taínóar
Útlit
(Endurbeint frá Taínóindíánar)
Taíno voru frumbyggjar í Karíbahafi, en menning þeirra er í heiðri höfð af afkomendum Taíno fólksins og samfélögum sem vilja endurvekja Taíno menningu .[1][2] Þegar Evrópubúar komu á þetta landsvæði seint á 15. öld var Taíno fólkið helstu íbúar flestra svæða þar sem nú er Kúba, Dóminíska lýðveldið, Jamaíka, Haítí, Púertó Ríkó, Bahamaeyjar og norðurhluta Litlu-Antillaeyja. Taíno fólk af Lucayan grein Taíno var fyrsta Nýja heimsþjóðin sem Kristófer Kólumbus hitti á Bahama-eyjum þann 12. október 1492. Taíno-indíánar töluðu Arawak mállýsku. Þeir bjuggu í landbúnaðarfélögum sem stjórnað var af foringjum (caciques) sem höfðu fasta búsetu og erfðir þeirra gengu í móðurætt. Trúarbrögð Taíno fólksins byggði á skurðgoðadýrkun (zemi).[2]
Tílvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Oliver, José R. (2009). „Who Were the Taínos and Where Did They Come From? Believers of Ceíism“. Caciques and Cemi Idols: The Web Spun by Taino Rulers Between Hispaniola and Puerto Rico. University of Alabama Press. bls. 6. ISBN 978-0-8173-5515-9.
- ↑ 2,0 2,1 Rouse 1992.