Túrkmenska stafrófið
Núverandi túrkmenskt stafróf er latneskt stafróf byggt á tyrkneska stafrófinu og var tekið í notkun árið 1991. Sá munur er á, að það túrkmenska notar ž í stað hins tyrkneska c; y í stað punktlauss i (I/ı); ý í stað hins tyrkneska samhljóðs y; og stöfunum ä og ň hefur verið bætt við til að tákna hljóðgildin [æ] og [ŋ].
Í upphafi 20. aldar, þegar skrifuð túrkmenska kom fyrst fram á sjónarsviðið, var hún skrifuð með arabísku stafrófi, en árið 1928 var tekið upp latneskt stafróf. Árið 1940 þurfti að skipta yfir í kýrillískt stafróf vegna tilskipunar frá Sovétríkjunum, og sérútbúið túrkmenskt kýrillískt stafróf (sést í töflu hér að neðan) var tekið í notkun. Strax og Túrkmenistan hafði lýst yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 var skipt yfir í núverandi latneskt stafróf, og átti þá nýorðinn forseti landsins, Saparmyrat Nyýazow, drjúgan þátt í því.
Túrkmenska er enn oft skrifuð með arabísku stafróf í öðrum löndum þar sem málið er talað, en arabískt letur er allsráðandi (t.d. í Afganistan).
Stafir
[breyta | breyta frumkóða]Núverandi stafróf inniheldur 30 meginstafi, auk fjögurra sem aðeins eru notuð í erlend nöfn.
- A, B, (C), Ç, D, E, Ä, F, G, H, I, J, Ž, K, L, M, N, Ň, O, Ö, P, (Q), R, S, Ş, T, U, Ü, (V), W, (X), Y, Ý, Z
Latneskur stafur |
Kýrillískt jafngildi |
Framburður (IPA) |
---|---|---|
A a | А а | [a] |
B b | Б б | [b] |
C c* | ||
Ç ç | Ч ч | [ʧ] |
D d | Д д | [d] |
E e | Е е | [je], [e] |
Ä ä | Ә ә | [æ] |
F f | Ф ф | [ɸ] |
G g | Г г | [g~ʁ] |
H h | Х х | [h~x] |
I i | И и | [i] |
J j | Җ җ | [ʤ] |
Ž ž | Ж ж | [ʒ] |
K k | К к | [k~q] |
L l | Л л | [l] |
M m | М м | [m] |
N n | Н н | [n] |
Ň ň | Ң ң | [ŋ] |
O o | О о | [o] |
Ö ö | Ө ө | [ø] |
P p | П п | [p] |
Q q* | ||
R r | Р р | [r] |
S s | С с | [θ] |
Ş ş | Ш ш | [ʃ] |
T t | Т т | [t] |
U u | У у | [u] |
Ü ü | Ү ү | [y] |
V v* | ||
W w | В в | [β] |
X x* | ||
Y y | Ы ы | [ɯ] |
Ý ý | Й й | [j] |
Z z | З з | [ð] |
- * Stafirnir c, q, v og x eru ekki notaðir til að skrifa nein túrkmensk orð, en þeim er haldið vegna þess að þeir eru grunnstafir latneska stafrófsins og þá má nota til að skrifa erlend nöfn. Þeir eru þó ekki notaðir í tökuorðum. Hámark (e. maximum) er t.d. „maksimum“ á túrkmensku. Einnig er stafnum x vanalega gefið sama hljóðgildi og h, en ekki [ks], og getur því stafsetning tökuorða með x valdið nokkrum ruglingi.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Turkmen alphabet“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. janúar 2006.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Túrkmenska á Omniglot, síðu um ritkerfi heimsins.