Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar
Útlit
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar er tónlistarskóli í Reykjavík. Hann var stofnaður árið 1964 af Sigursveini D. Kristinssyni, tónskáldi. Til að byrja með fór kennsla fram í Austurbæjarskóla en nú er Tónskólinn á þremur stöðum:
- Engjateigi 1 (höfuðstöðvar, í Laugardal)
- Hraunberg 2 (í Breiðholti)
- Ársel, Rofabæ 30 (félagsmiðstöð í Árbænum)
Skólinn er rekinn sem sjálfseignarfélag og stjórnað af Styrktarfélagi Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Stjórn þess ásamt einum fulltrúa nemenda og öðrum fulltrúa kennara eru stjórn Tónskólans.