Sólveig Anspach
Sólveig Anspach | |
---|---|
Fædd | 8. desember 1960 |
Dáin | 7. ágúst 2015 (54 ára) |
Þjóðerni | Íslensk og frönsk |
Menntun | FÉMIS |
Sólveig Anspach (8. desember 1960 – 7. ágúst 2015)[1] var íslensk-franskur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. Foreldrar hennar voru íslenski arkitektinn Högna Sigurðardóttir og hinn þýsk-rúmenski Gerald Anspach. Sólveig bjó og starfaði mestalla ævi sína í Frakklandi.[2] Hún nam heimspeki og klíníska sálfræði í París, gekk síðan í kvikmyndaskólann La Fémis og útskrifaðist þaðan með gráðu í leikstjórn árið 1989. Kvikmynd hennar, Stormviðri, var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003.[3] Sólveig lést úr brjóstakrabbameini þann 7. ágúst árið 2015, þá 54 ára.[4]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Faðir Sólveigar, Gerald Anspach, var flóttamaður frá Þýskalandi nasismans sem flutti ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna.[1] Þegar hann var 18 ára skráði hann sig í bandaríska herinn og tók þátt í innrásinni í Normandí árið 1944.[5] Gerald hlaut bandarískan ríkisborgararétt og hlaut styrk til náms sem hann ákvað að nýta sér til að ganga í Beaux-Arts-skólann í París. Í París kynntist hann Högnu Sigurðardóttir, nemanda í arkitektúr sem varð síðar ein af þekktari íslenskum arkitektum.[5] Gerald og Högna áttu eftir að eignast tvær dætur: Sólveigu og Þórunni.[5]
Sólveig Anspach fæddist á Íslandi en nam sálfræði í París. Hún hlaut inngöngu í kvikmyndaháskólann FÉMIS eftir þrjár umsóknir. Hún útskrifaðist þaðan með gráðu í kvikmyndaleikstjórn árið 1989.
Á tíunda áratugnum settist Sólveig að í Seine-Saint-Denis á mörkum Montreuil og Bagnolet.[6] Hún hreifst mjög að þessum slóðum vegna fjölbreytninnar sem þar var að finna.
Árið 1994, á meðan Sólveig var ófrísk af fyrsta barni sínu, greindist hún með brjóstakrabbamein. Hún átti í erfiðri baráttu við sjúkdóminn en lifði af og fæddi dótturina Clöru. Fyrsta kvikmynd Sólveigar í fullri lengd, Haut les cœurs!, var gerð með sjálfsævisögulegu ívafi og fjallaði um konu sem greinist með brjóstakrabbamein á meðan hún er ólétt.
Árið 2001 hlaut Sólveig François-Chalais-verðlaunin í keppninni Quinzaine des Réalisateurs í Cannes[7] fyrir heimildamyndina Made in the USA, sem fjallaði um dauðarefsingar í Bandaríkjunum.[8][1][9]
Kvikmyndin Stormviðri var sýnd meðal mynda í verðlaunaflokkinum Un certain regard á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2003.[10] Í myndinni stillti Sólveig upp tveimur „yfirþyrmandi persónum“ sem leiknar voru af Élodie Bouchez og Diddu Jónsdóttur.[11] Þær Didda áttu eftir að vinna saman að þremur kvikmyndum sem mynda saman þríleik; Skrapp út (2007), Queen of Montreuil (2012) og Sundáhrifin (2015).[1]
Árið 2008 leikstýrði Sólveig franskri sjónvarpsmynd fyrir France 2 um byltingarkonuna Louise Michel þar sem Sylvie Testud lék aðalhlutverkið.[1] Í myndinni Lulu femme nue starfaði Sólveig í annað sinn með Karin Viard, sem hafði verið aðalleikonan í fyrstu mynd Sólveigar, Haut les cœurs !.[12]
Sólveig lést þann 7. ágúst árið 2015 í Drôme eftir að krabbamein hennar tók sig upp að nýju.[1] Tveimur árum eftir dauða sinn vann Sólveig Cesar-verðlaunin fyrir besta frumsamda handritið með kvikmyndinni Sundáhrifunum.[13]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 „La cinéaste Solveig Anspach, auteur de " Haut les cœurs ! " et " Lulu femme nue ", est morte“. Le Monde.
- ↑ Laurent Carpentier (21. janúar 2014). „Sólveig Anspach filme le bonheur en urgence“. Le Monde. Sótt 15. apríl 2015.
- ↑ „Festival de Cannes: Stormy Weather“. festival-cannes.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 október 2012. Sótt 8. nóvember 2009.
- ↑ „Sólveig Anspach Dies: French Filmmaker Was 54“. Deadline.com. 9. ágúst 2015. Sótt 9. ágúst 2015.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 „Sólveig Anspach filme le bonheur en urgence“ (franska). Le Monde. 21. janúar 2014. Sótt 15. október 2020.
- ↑ Solveig Anspach, invitée de Rebecca Manzoni pour son émission Eclectik du 17 mars 2013.
- ↑ Association prix François Chalais – Cannes 2001 – Made in the USA Geymt 2 október 2013 í Wayback Machine.
- ↑ Made in the USA – Sélections en festivals, unifrance.org.
- ↑ Jean-Marie Durand (22.maí 2001). „Cannes 2001 : Made in the USA de Sólveig Anspach et Cindy Babski“. lesinrocks.com. Sótt 15. október 2020.
- ↑ „Stormy Weather“. Kvikmyndahátíðin í Cannes. Sótt 15. október 2020.
- ↑ „Le Quotidien 2003 - 19 mai - Un Certain Regard : Stormy weather“. 20. ágúst 2003. Sótt 15. október 2020.
- ↑ Louis Guichard (22. nóvember 2014). „Lulu, femme nue“. Télérama. Sótt 15. október 2020.
- ↑ „Collège Sólveig Anspach“ (franska). Sótt 15. október 2020.