Fara í innihald

Svipfar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjölbreytni í svipfari lindýranna Donax variabilis.

Svipfar[1][2][3] (einnig svipgerð)[1][2] eru greinanleg eða sýnileg einkenni lífveru[3] og er í raun birting arfgerðar.[1]

Einnig lýsir svipgerð stundum afmörkuðum eiginleikum eða einkenni eins og t.d. hæð, þyngd og hárlit. Svipgerð getur einnig verið eiginleiki sem ekki er sjáanlegur en hægt er að mæla líkt og þéttni rauðra blóðkorna eða kólesteróls í blóði.

Fjórir þættir hafa áhrif á svipgerð einstaklings: arfgerð, utangenaerfðir, umhverfi eða tilviljun. Eitt eða fleiri gen geta haft áhrif á svipgerð einstaklings.

Gott dæmi um að utangenaerfðir, umhverfi og tilviljun hafa veigamikil áhrif á svipgerð einstaklinga eru eineggja tvíburar. Þeir hafa sömu arfgerð en ekki nákvæmlega sömu svipgerð.

  • Arfgerð og svipgerð[óvirkur tengill] á www.geni.is Geymt 17 janúar 2012 í Wayback Machine
  • „Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]