Fara í innihald

Sverðmosi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sverðmosi
Sverðmosi á vegg í Svíþjóð.
Sverðmosi á vegg í Svíþjóð.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Undirríki: Mosar (Bryophytes)
Fylking: Baukmosar (Bryophyta)
Flokkur: Hnokkmosaflokkur (Bryopsida)
Ættbálkur: Sverðmosabálkur (Bryoxiphiales)
Ætt: Sverðmosaætt (Bryoxiphiaceae)
Ættkvísl: Sverðmosar (Bryoxiphium)
Tegund:
Sverðmosi (B. norvegicum)

Tvínefni
Bryoxiphium norvegicum

Sverðmosi (fræðiheiti: Bryoxiphium norvegicum) er tegund mosa. Hann finnst víða á Íslandi í hellum eða vindblásnu móbergi.[2]

Sverðmosi var uppgötvaður á Sveifluhálsi á Reykjanesi árið 1820 en mörg ár tók að greina sýnið. Það var ekki fyrr en árið 1869 sem sverðmosi var flokkaður í sinn eigin ættbálk, sverðmosabálk undir ættkvíslarheitinu Bryoxiphium. Fyrir mistök fékk mosinn latneska heitið norvegicum sem þýðir norskur.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gabriel, R., Sim-Sim, M., Hodgetts, N. & Martins, A. (2019). Bryoxiphium norvegicum. The IUCN Red List of Threatened Species 2019: e.T84329265A87712681. Sótt 29. október 2020.
  2. Flóra Íslands (án árs). Sverðmosi - Bryoxiphium norvegicum. Sótt 29. október 2020.
  3. Áskell Löve (1964). Sverðmosinn. Náttúrufræðingurinn 33(3-4), bls. 113-122.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.