Sveinn H. Guðmarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sveinn H. Guðmarsson (fæddur 1974) er íslenskur fjölmiðlamaður. Hann er með BA-próf í guðfræði frá Háskóla Íslands og MSc í alþjóðastjórnmálum frá Edinborgarháskóla.

Sveinn var dómari í Gettu betur árið 2003, en var áður í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík í sömu keppni árin 1993 og 1994. Hann var inspector scholae (formaður nemendafélags) MR veturinn 1993-1994. Þá leiddi hann lista Vöku í kosningum til Stúdentaráðs 1995.

Hann hefur starfað áður sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og í Sjónvarpinu og við blaðamennsku á Fréttablaðinu. Einnig sem fréttamaður á Stöð 2 og loks ritstjóri Iceland Review og flugtímarisins Atlantica. Frá árinu 2008 hefur Sveinn verið fréttamaður RÚV. Hann starfaði sem fréttaritari í Lundúnum til ársins 2009. Árið 2010 starfaði Sveinn sem upplýsingafulltrúi Unicef í Jemen.

Á Rás 2 var Sveinn meðal annars umsjónarmaður hinnar árvissu Spurningakeppni fjölmiðlanna. Þá hefur hann sinnt dómargæslu og samið spurningar fyrir sjónvarpsþáttinn Útsvar á RÚV.

Sveinn hóf störf sem upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni í lok árs 2016.

Sveinn býr á Seltjarnarnesi þar sem hann er uppalinn.