Svavar Halldórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Svavar Halldórsson (10. apríl 1970) er markaðsstjóri líftæknifyrirtæksins Algalífs og rekur einnig fyrirtækið Rabb ráðgjöf.

Svavar er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í matarmenningu, samskiptum og markaðsfræðum frá University of Gastronomic Science á Ítalíu.[1]

Hann starfaði lengi sem fréttamaður, vaktstjóri og þáttagerðarmaður á RÚV og Stöð 2 og víðar í fjölmiðlum.[2] Svavar gerði sjónarpsþættina Íslenskur matur sem sýndir voru á RÚV[3] og eru aðgengilegir á YouTube[4]. Þá hefur hann skrifað fjölmargar blaðagreinar sem m.a. hafa birst í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Bændablaðinu, Kjarnanum og víðar.[5] Hann gaf út Íslensku hamborgarabókina árið 2013.[6]

Svavar vann einnig að markaðsmálum fyrir bændur í nokkur ár[7][8] og sá þar meðal annars um stofnsetningu og rekstur markaðsstofunnar Icelandic lamb[óvirkur tengill] sem vann að markaðssetningu á íslensku lambakjöti til erlendra ferðamanna á Íslandi.[9] Svavar hefur kennt markaðsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands[10] og UNISG á Ítalíu.

Svavar situr í stjórn Hjallastefnunnar ehf.

Svavar Halldórsson
Svavar Halldórsson

Svavar heldur úti bloggi á vefsíðunni www.svavar.info.

Eiginkona hans er Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Daðason, Kolbeinn Tumi. „Kveður sauðfjárbændur og skellir sér til Ítalíu - Vísir“. visir.is . Sótt 7. febrúar 2022.
  2. „Curriculum vitae“. Svavar Halldorsson (enska). 7. nóvember 2018. Sótt 7. febrúar 2022.
  3. www.ruv.is https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/islenskur-matur/20801. Sótt 7. febrúar 2022.
  4. „Svavar Halldorsson - YouTube“. www.youtube.com. Sótt 7. febrúar 2022.
  5. „Articles“. Svavar Halldorsson (enska). 7. nóvember 2018. Sótt 7. febrúar 2022.
  6. „Viðskiptablaðið - Hamborgarabók Svavars komin út“. www.vb.is (enska). Sótt 7. febrúar 2022.
  7. „Svavar halldórs kominn í hrútana“. hringbraut.frettabladid.is. Sótt 7. febrúar 2022.
  8. „Svavar Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda“. Kjarninn . 16. apríl 2015. Sótt 7. febrúar 2022.
  9. „Um 54% erlendra ferðamanna hafa borðað íslenskt lambakjöt einu sinni eða oftar“. www.bbl.is . Sótt 7. febrúar 2022.
  10. „UGLA - Kennsluskrá 2020-2021 > 08.94.01 Stefnumótun fyrir markaðssetningu með samfélagsmiðlum“. ugla.lbhi.is. Sótt 21. mars 2022.