Hjallastefnan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hjallastefnan er uppeldiskenning með heildstæðri skólanámskrá sem Margrét Pála Ólafsdóttir er höfundur að. Hún byrjaði með stefnuna árið 1989 í Hjalla í Hafnarfirði. [1] Hjallastefnan er þekktust fyrir kynjaskipt skólastarf og jafnréttisuppeldi samkvæmt sérstakri kynjanámskrá.[2] Í Hjallastefnuskólum er að mestu notaður opinn efniviður í stað hefðbundinna leikfanga og kennslubóka.

Hjallastefnan ehf. rekur tíu leikskóla á Íslandi og þrjá grunnskóla á yngsta- og miðstigi. Samanlagður fjöldi nemenda í Hjallastefnuskólunum er um 1700 og starfsfólk um 400.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Fréttablaðið - Hjallastefnan í 3 áratugi

Leikskólar Hjallastefnunnar[breyta | breyta frumkóða]

Grunnskólar Hjallastefnunnar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Margrét Pála Ólafsdóttir (1992). Æfingin skapar meistarann. Reykjavík: Mál og Menning
  2. Fræðsluvefur Hjallastefnunnar
  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.