Fara í innihald

Svartsvanur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svartsvanur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýur (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Cygnus
Tegund:
Svartsvanur

Tvínefni
Cygnus atratus
Latham, 1790
Subspecies
Samheiti
  • Anas atrata Latham, 1790
  • Chenopis atratus

Svartsvanur, svartur svanur eða svartálft (fræðiheiti Cygnus atratus) er stór votlendisfugl af andaætt. Hann verpir aðallega í suðaustur- og suðvesturhéruðum Ástralíu.

Svartsvanur er svartur á litinn með línu af hvítum flugfjöðrum við vængjabrúnir. Goggur hans er skærrauður en fölari fremst. Fætur og leggir eru grásvartir. Ungar eru grábrúnir. Fullorðinn svartsvanur er milli 1,1 og 1,4 metra að lengd og vegur allt að 9 kg. Vænghafið er milli 1,6 og 2 metra þegar fuglinn er á flugi. Hálsinn er afar langur og boginn eins og bókstafurinn S.

Talið er að fjöldi svartsvana í heiminum sé allt að 500.000 einstaklingar og tegundin sé ekki í útrýmingarhættu.

Hvítar flugfjaðrir á svartsvani

Svartsvanir eru algengir á votlendisvæðum í suðvestur- og suðausturhluta Ástralíu og nálægum eyjum. Kjörlendi svartsvana er ferskvatns- og saltvatnssvæði, mýrar og ár þar sem nóg fæðuframboð er og efni til hreiðurgerðar. Svartsvanir ferðast mikið um og ferðalög þeirra tengjast úrkomu og þurrki. Eins og margir vatnafuglar fella svartsvanir flugfjaðrir eftir að þeir hafa komið upp ungum og eru þeir þá ófleygir í einn mánuð. Á þeim tíma halda þeir oftast til á opnum stórum vötnum þar sem þeir eru öruggir.

Áður en Maórar komu til Nýja-Sjálands var þar svartsvanategund sem virðist hafa dáið út vegna ofveiði. Árið 1864 var svartsvanur fluttur frá Ástralíu til Nýja-Sjálands sem skrautfugl á vötnum og hefur tegundin breiðst út og er svartsvanur nú algengur fugl þar á stærri vötnum og strandsvæðum. Svartsvanir eru vinsælir skrautfuglar í Vestur-Evrópu, sérstaklega á Bretlandi.

Svartsvanir hafa verið nær árlegir flækingar á Íslandi undanfarin ár. Þeir eru taldir eiga uppruna sinn að rekja til fuglagarða í Evrópu.[1]


Fyrirmynd greinarinnar var „Black swan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. október 2007.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Svartsvanur í Mýrdalnum Sunnlenska. Skoðað 11. júní 2020