Svali

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Svali er ávaxtadrykkur sem hefur hlotið miklar vinsældir á Íslandi. Svali fæst með appelsínu–, epla–, jarðarberja–, plómu–, og sítrónubragði og nú líka með perubragði. Svali er framleiddur af Vífilfelli. Svali kom fyrst á markað í pelafernum árið 1982. Drykkurinn varð strax mjög vinsæll, appelsínusvali kom fyrstur og síðan bættust við eplasvali og sítrónusvali .

Útflutningur hófst á Svala til Bretlands 1986, þar með var í fyrsta skipti fluttur út íslenskur drykkur. Margir þekktir skemmtikraftar hafa komið við sögu í auglýsingum á Svala hér heima og erlendis. Má þar m.a. nefna Jón Pál kraftakarl og Hófí fegurðardrottningu sem unnu að sölu á Svala erlendis, en hér heima auglýstu leikararnir Halli og Laddi Svalann ásamt söngkonunni Siggu Beinteins. Svalalagið er löngu orðið þekkt, en það samdi Sverrir Stormsker. Árið 1995 var Svalinn gerður hollari, bætt í hann meira af safa og notaður sykur sem fer betur með tennur en venjulegur sykur. Í öllum Svala er 35% safi og meira en dagskammtur af C vítamíni fyrir börn.Núna er til alls 6 tegundir af svala,appelsínu,Epla,Sykurskertur epla og appelsínu,sítrónu og jarðarberja.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.