Fara í innihald

Fullvalda ríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fullvalda ríki er ríki, sem hefur yfir að ráða landsvæði, innan hvers fullveldi þess er viðurkennt, auk íbúa, stjórnvalda og sjálfstæðis frá öðrum ríkjum. Fullvalda ríki hefur vald til þess að eiga í misnánum samskiptum við erlend ríki og gera bindandi samninga.

Enda þótt samkvæmt skilgreiningu ætti að geta verið til fullvalda ríki sem er ekki viðurkennt af öðrum ríkjum reynist þó flestum ríkjum erfitt að rækja fullveldi sitt án viðurkenningar annarra ríkja á fullveldi þess.

Fylki Bandaríkjanna eru oft nefnd ríki þó þau séu ekki fullvalda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.