Fara í innihald

Stríð Póllands og Svíþjóðar 1626–1629

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stríð Póllands og Svíþjóðar 1626–1629 var fjórða í röð styrjalda milli Pólsk-litháíska samveldisins og Svíþjóðar á 17. öld. Það hófst með árás Svía á litháískt herlið í Lettlandi 1626 og lauk með Altmarksamningnum eftir ósigur Svía í orrustunni um Honigfelde í júní 1629 þar sem pólski höfuðsmaðurinn Stanisław Koniecpolski naut liðsauka frá Heilaga rómverska ríkinu. Gústaf 2. Adolf Svíakonungur slapp naumlega lifandi úr síðustu orrustunni. Með samningnum fengu Svíar að halda Líflandi og nokkrum hafnarbæjum í hertogadæminu Prússlandi auk 2/3 hluta skipatolls borganna Danzig og Elbląg næstu sex árin.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.