Stríð Frakka og indjána
Útlit
(Endurbeint frá Stríð Indíána og Frakka)
Stríð Frakka og indjána eru átök sem áttu sér stað á níu ára tímabili (1754 – 1763) í Norður-Ameríku milli Stóra-Bretlands og nýlendna þess og bandamanna meðal frumbyggja álfunnar (aðallega írókesa) á móti Frakklandi og nýlendum þeirra og bandamönnum þeirra meðal frumbyggja (aðallega alkonkvína og húronindjána). Stríðið var eitt af mörgum átökum sem tengjast Sjö ára stríðinu (1756 – 1763).