Fara í innihald

Steve Bannon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steve Bannon
Fæddur27. nóvember 1953 (1953-11-27) (70 ára)
ÞjóðerniBandarískur
MenntunVirginia Tech (BA)

Georgetown University (MA)

Harvard University (MBA)
StörfFjölmiðlafulltrúi Stjórnmálaráðgjafi
FlokkurRepúblíkani

Stephen Kevin Bannon (fæddur 27. nóvember 1953) er bandarískur fjölmiðlafulltrúi, stjórnmálaráðgjafi, fyrrverandi bankastjóri og fyrrverandi formaður Breitbart News. Hann starfaði sem aðalráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta fyrstu sjö mánuði kjörtímabils Trumps. Hann sat í stjórn Cambridge Analytica, gagnagreiningarfyrirtækisins sem tók þátt í gagnaskandalnum Facebook – Cambridge Analytica þar sem persónuupplýsingum milljóna Facebook-notenda var lekið og þær nýttar í pólitískum tilgangi.

Í ágúst 2020 var Bannon handtekinn og hann og þrír aðrir voru ákærðir fyrir samsæri um peningaþvætti og að falsa póstatkvæði í tengslum við átakið „Við byggjum múrinn“. Hann hefur neitað sök en fer fyrir rétt árið 2021. Hann var bannaður á Twitter í aðdraganda forsetakosninganna 2020 fyrir að hvetja til ofbeldis gegn yfirsóttvarnarlækni og yfirmanni FBI.[1] Donald Trump náðaði Bannon þann 20. janúar 2021, á síðasta degi sínum í forsetaembætti.[2]

Hægri hreyfingin

[breyta | breyta frumkóða]

Steven Bannon stofnaði öfgahægri vefsíðuna Breitbart News árið 2007. Árið 2016 varð Bannon framkvæmdastjóri kosningabaráttu Trumps og var skipaður aðalráðgjafi forsetans eftir að Trump var kjörinn forseti. Steve Bannon hætti sem aðalráðgjafi átta mánuðum síðar og byrjaði að vinna aftur fyrir Breitbart. Í janúar 2018 þurfti hann að hætta samstarfi við Breitbart vegna ummæla í bók hans, Fire and Fury, þar sem hann gagnrýndi ríkisstjórn Trumps.

Bannon segir ætlun sína ađ styðja hægri öfgastjórnmálahreyfingar um allan vesturheim. Hann hefur stutt og fjármagnað marga íhaldsama, popúlista þjóðernisflokka í Evrópu og annars staðar.[3][4][5][6][7][8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. US election: Bannon Twitter account banned amid clampdownBBC, skoðað 7. nóvember 2020
  2. Sunna Kristín Hilmarsdóttir (20. janúar 2021). „Trump náðaði Steve Bannon“. Vísir. Sótt 20. janúar 2021.
  3. Caldwell, Christopher (25. febrúar 2017). „Opinion | What Does Steve Bannon Want? (Published 2017)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 28. október 2020.
  4. Dawsey, Josh; Mccaskill, Nolan D. „Bannon out as White House chief strategist“. POLITICO (enska). Sótt 28. október 2020.
  5. Johnson, Eliana; Vogel, Kenneth P.; Dawsey, Josh. „Megadonor urged Bannon not to resign“. POLITICO (enska). Sótt 28. október 2020.
  6. CNN, Jim Acosta, Dana Bash and Tal Kopan. „Trump picks Priebus as White House chief of staff, Bannon as top adviser“. CNN. Sótt 28. október 2020.
  7. „Steve Bannon and the alt-right: a primer“. www.cbsnews.com (bandarísk enska). Sótt 28. október 2020.
  8. „Steve Bannon interview: 'You're insane! You're the party of Davos pro…“. archive.vn. 23. ágúst 2020. Afritað af uppruna á 23. ágúst 2020. Sótt 28. október 2020.