Steingrímur Arason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Steingrímur Arason (fæddur 26. ágúst 1879, dáinn 13. júlí 1951) var íslenskur kennari. Hann stundaði gagnfræðanám við Möðruvallaskóla og síðan kennaranám í Flensborg og lauk kennaraprófi árið 1908. Einnig stundaði hann framhaldsnám við Teachers Collage í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann starfaði við kennslu barna og unglinga í Eyjafirði og Reykjavík en aðalkennslustörf hans voru við Kennaraskólann þar sem hann kenndi í 20 ár. Hann var ritstjóri Unga Íslands og formaður Barnavinafélagsins Sumargjöf fyrstu 15 árin sem það félag starfaði.

Aðalkennslugrein hans við Kennaraskólann var æfingakennsla og var hann fyrsti æfingakennari í smábarnakennslu. Hann þýddi margar barnabækur og tók saman þessar barnabækur fyrir ung börn:

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristín Indriðadóttir, „Hugmyndir Steingríms Arasonar um kennslu og skólastarf: uppruni og afdrif“, Uppeldi og menntun 4 (1995): 9-33.
  • Samantekt Freysteins Gunnarssonar um Steingrím Arason á baksíðu Litlu gulu hænunnar, gefin út af Námsgagnastofnun árið 1970.