Litla gula hænan
Litla gula hænan er kennslubók í lestri sem Steingrímur Arason tók saman og kom fyrst út árið 1943. Fyrsta sagan í bókinni fjallar um litlu gulu hænuna og er það íslensk aðlögun að barnasögu og ævintýri sem í ensku er kennt við litlu rauðu hænuna. „Litla rauða hænan“ var lestrarbók fyrir börn gefin út í Bandaríkjunum af bókaforlaginu Little Golden Books í kringum 1940. Boðskapur sögunnar er að kenna börnum iðjusemi og dugnað.
Söguþráðurinn er um hænu sem finnur fræ og biður önnur dýr um aðstoð til að planta því en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Þegar fræið þroskast biður hún um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur en enginn vill hjálpa henni. Síðan biður hún um hjálp við að borða brauðið og þá bregður svo við að allir vilja hjálpa henni við það en hún ákveður að borða það ein og deila ekki afrakstri erfiðis síns með öðrum.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- The Little Red Hen and other stories, sagan sögð og myndskreytt af Florence White Williams, 1914, frá Project Gutenberg