Barnavinafélagið Sumargjöf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað 11. apríl árið 1924. Félagið var stofnað af reykvískum konum og síðar tók Bandalag kvenna í Reykjavík að sér forystu í félaginu.

Tilgangur félagsins er að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði og þroska barna og vernda þau fyrir óhollum áhrifum. Félagið rak um árabil dagheimili fyrir börn og einnig endurvakti félagið þá hefð að sumardagurinn fyrsti yrði helgaður börnum.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sumargjof.is, „Saga Sumargjafar“ (skoðað 8. mars 2021)