Steindyragil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steindyragil og Steindyrafoss.

Steindyragil er árgljúfur sem Þverá í Svarfaðardal fellur um á leið sinni úr Þverárdal (Bakkadal) og til Svarfaðardalsár. Gljúfrið er á mörkum jarðanna Þverár og Steindyra. Þveráin er á mörkum Tjarnar- og Urðasóknar. Gljúfurveggirnir eru úr þykkum blágrýtislögum með rauðum millilögum sem skorin eru af lóðréttum berggöngum. Lögin eru um 10 milljón ára. Fallegur foss er í gljúfrinu, 12-15 m hár, nefndur Steindyrafoss. Annar foss, um 10 m hár, er nokkru ofar. Upp með Steindyragili liggur merkt gönguleið að Nykurtjörn. Gilið er vinsæll viðkomustaður ferðafólks og ganga að Steindyrafossi er stutt og þægileg en þó ekki fyrir lofthrædda. Þarna er fjölbreyttur gróður og blómskrúð á vorin og þar verpa oft hrafnar og smyrlar og stundum fálkar. Neðan við árgljúfrið er gömul hlaðin fjárrétt á árbakkanum, Steindyrarétt, sem var í notkun fram yfir miðja 20. öld. Ofan við Steindyragil eru Bakkabjörg, berghlaupsskál í fjallshlíðinni og neðan þeirra urðarhólar sem ná fram á gljúfurbarminn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]