Fara í innihald

Berghlaup

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vatndalshólar, eitt stærsta berghlaup landsins

Berghlaup er jarðfræðilegt hugtak sem notað er bæði um atburð og jarðmyndun.

  • Berghlaup (atburður) verður þegar stórar sneiðar eða flykki losna úr berggrunni hallandi lands, hnikast til eða kastast fram fyrir tilverknað þyngdaraflsins og brotna upp meira eða minna. Berghlaup geta ýmist verið hraðfara eða hægfara.
  • Berghlaup (jarðmyndun) er skriðuurð eða laus bergflykki, ásamt með brotsári og skriðufari, sem verður til við samnefndan atburð, berghlaup. Berghlaupsurðir eru víða kallaðar hraun.

Ólafur Jónsson hefur að líkindum búið orðið til um þá tegund skriðufalla sem hann fjallar um í bók sinni Berghlaup, en hún kom út 1976. Þar skilgreinir hann orðið með tilvísun til erlendu orðanna „rock slide“ (enska) og „Bergstürz“ (þýska). Samkvæmt Orðabók HÍ er elsta heimild um orðið í bók Hjartar E. Þórarinssonar um Svarfaðardal[1] og er þar notað í sömu merkingu og hjá Ólafi síðar enda eru líkur á að Hjörtur hafi fengið orðið hjá honum. Skilgreiningin er þó fyllri en hjá Ólafi.

Berghlaup eru algeng víða um land. Stærstu og þekktustu berghlaup á Íslandi eru Vatnsdalshólar, Loðmundarskriður, Hraun í Öxnadal.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Árbók FÍ 1973, bls. 128.
  • Hjörtur Eldjárn Þórarinsson. „Svarfaðardalur og gönguleiðir um fjöllin“. Árbók Ferðafélags Íslands. () (1973): 9-119.
  • Ólafur Jónsson. 1976. Berghlaup. Ræktunarfélag Norðurlands, Akureyri.