Stefán Ólafsson (prófessor)
Stefán Ólafsson (f. 29. janúar 1951) er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Þjóðmálastofnunar við Háskóla Íslands.
Stefán lauk MA-prófi í félagsfræði við Edinborgarháskóla og doktorsgráðu við Háskólann í Oxford (Nuffield College). Stefán hefur kennt við Háskóla Íslands síðan 1980, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ 1985 – 1999 og varð prófessor við félagsvísindadeild 1991. Frá 2000 til 2005 var hann forstöðumaður Borgarfræðaseturs, sem var 5 ára samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]Stefán hefur haldið því fram, m.a. í skýrslunni Örorka og velferð á Íslandi sem hann vann fyrir Öryrkjabandalag Íslands, að skattbyrði hafi aukist á Íslandi á síðasta áratug eða svo. Hann segir ástæðu þess vera þá að skattleysismörk hafi verið aftengd þróun launa og þess í stað látin fylgja þróun verðlags. Skattleysismörk ættu því að vera hærri en þau eru en fyrir vikið þarf lágtekjufólk að greiða meira í skatt en ella. Á sama tíma heldur Stefán því fram að hátekjufólki sé sérstaklega umbunað t.d. með afnámi hátekjuskatts. Saman veldur þetta því að ójöfnuður í samfélaginu eykst.
Tilvitnanir
[breyta | breyta frumkóða]- „Markaðurinn eykur ójöfnuð í samfélaginu, en velferðarríkið vinnur yfirleitt gegn slíkum ójöfnuði.“ [1]
Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- Hugarfar og Hagvöxtur (1996)
- Íslenska leiðin (1999)
- Örorka og velferð á Íslandi (2005) (fáanleg á netinu á PDF-sniði)
- Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag (2005)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Maðurinn sem rændi frelsinu: Um áhrif Miltons Friedman á frelsi og farsæld almennings“. Sótt 8. febrúar 2007.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Stefáns Ólafssonar
- Aukinn ójöfnuður á Íslandi: Áhrif stjórnmála og markaðar í fjölþjóðlegum samanburði, grein í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla
- Viðtal við Stefán Ólafsson í Samiðnaðarblaðinu.
- Skýrsla Evrópusambandsins 1. febrúar 2007 um lífskjör og tekjudreifingu í Evrópu
- Tími almennings er kominn, grein eftir Stefán í Fréttablaðinu 1. ágúst 2007.
- Samanburður skattheimtu á Írlandi og Íslandi Geymt 28 september 2007 í Wayback Machine, grein í tímariti SFR.