Stefán Ólafsson (prófessor)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stefán Ólafsson (f. 29. janúar 1951) er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Þjóðmálastofnunar við Háskóla Íslands.

Stefán lauk MA-prófi í félagsfræði við Edinborgarháskóla og doktorsgráðu við Háskólann í Oxford (Nuffield College). Stefán hefur kennt við Háskóla Íslands síðan 1980, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ 19851999 og varð prófessor við félagsvísindadeild 1991. Frá 2000 til 2005 var hann forstöðumaður Borgarfræðaseturs, sem var 5 ára samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Stefán hefur haldið því fram, m.a. í skýrslunni Örorka og velferð á Íslandi sem hann vann fyrir Öryrkjabandalag Íslands, að skattbyrði hafi aukist á Íslandi á síðasta áratug eða svo. Hann segir ástæðu þess vera þá að skattleysismörk hafi verið aftengd þróun launa og þess í stað látin fylgja þróun verðlags. Skattleysismörk ættu því að vera hærri en þau eru en fyrir vikið þarf lágtekjufólk að greiða meira í skatt en ella. Á sama tíma heldur Stefán því fram að hátekjufólki sé sérstaklega umbunað t.d. með afnámi hátekjuskatts. Saman veldur þetta því að ójöfnuður í samfélaginu eykst.

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Markaðurinn eykur ójöfnuð í samfélaginu, en velferðarríkið vinnur yfirleitt gegn slíkum ójöfnuði.“ [1]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • Hagvöxtur og hugarfar (1996)
  • Íslenska leiðin (1999)
  • Örorka og velferð á Íslandi (2005) (fáanleg á netinu á PDF-sniði)
  • Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag (2005)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Maðurinn sem rændi frelsinu: Um áhrif Miltons Friedman á frelsi og farsæld almennings“. Sótt 8. febrúar 2007.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni