Stefán Karel Torfason
Útlit
Stefán Karel Torfason | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 20. apríl 1994 | |
Fæðingarstaður | Akureyri, Ísland | |
Hæð | 2.03m | |
Leikstaða | Miðherji | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2010-2011 2011–2016 2016 |
Þór Akureyri Snæfell ÍR | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Stefán Karel Torfason (fæddur 20. apríl 1994 á Akureyri) og er kraftlyftingarmaður og fyrrum íslenskur körfuknattleiksmaður. Stefán lék allan sinn yngri flokka feril með Þór Akureyri. 2011 fór hann síðan til Snæfells þar sem hann spilaði til 2016 við frábærar undirtektir. Í mars 2016 gerði hann samning við ÍR[1]. Hann lagði skóna á hilluna eftir einn leik með ÍR vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla[2] og í staðinn ákvað hann að geta sér nafns í kraftlyftingum. Hann á ekki langt í þau gen að sækja því að faðir hans Torfi Ólafsson er fyrrum margfaldur sterkasti maður Íslands.[3]
Stefán vann Sterkasti maður Íslands árið 2021.[4]
Stefán lék 5 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik.[5]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Stefán í Breiðholtið“. Morgunblaðið. 9. mars 2016. Sótt 17. febrúar 2018.
- ↑ Henry Birgir Gunnarsson (3. nóvember 2016). „Stefán Karel hættir út af heilahristingum“. Vísir.is. Sótt 17. febrúar 2018.
- ↑ „Stefán Karel ætlar að feta í fótspor föður síns“. Morgunblaðið. 10. nóvember 2016. Sótt 17. febrúar 2018.
- ↑ https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1787052/[óvirkur tengill]
- ↑ „A Landslið karla“. kki.is. Sótt 17. febrúar 2018.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Tölfræði á kki.is