Star Wars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Merki myndanna.

Star Wars er almennt heiti yfir sex myndir eftir George Lucas. Fyrsta myndin, Star Wars, kom út 15. maí 1977, og fékk síðar nafnið Star Wars: A New Hope (ísl. Ný von) og naut hún mikilla vinsælda. Á eftir henni komu tvær framhaldsmyndir, The Empire Strikes Back (1980) og Return of the Jedi (1983). Sextán árum síðar var gerð forsaga í þremur myndum, Star Wars I: The Phantom Menace (1999), Star Wars II: Attack of the Clones (ísl. Árás Klónanna, 2002) og Star Wars III: Revenge of the Sith (2005). Mikið af bókum, myndasögum, tölvuleikjum og hreyfimyndum hefur verið gert, sem flokkast allt undir svokallað Star Wars Expanded Universe.

Star Wars heimurinn[breyta | breyta frumkóða]

Star Wars myndirnar gerast á vetrarbraut; allar Star Wars myndir (og langflestur annar Star Wars skáldskapur) byrja á setningunni "A long time ago in a galaxy far far away". Margar plánetur í þessari vetrarbraut eru í eign Galactic Republic (ísk. Vetrarbrautarlýðveldi), sem varð síðar Galactic Empire.

Þeir öflugustu í Star Wars eru Jedi og Sith. Þeir hafa mesta valdið yfir mættinum, og nota yfirleitt geislasverð. Máttur þessi gefur handhafa sínum vald til þess að m.a. ýta og toga hlutum án snertingar við þá; Jedi nota hann yfirleitt á góðan hátt og til að verja sig, en Sith nota hann hinsvegar á verri hátt, t.d. til að kyrkja og gefa frá sér eldingar.

Jedi og Sith eru frá sama mannlega kynþætti í myndunum (í eftirfarandi og stærri heiminum eru Sith sér kynþáttur), en aðrir kynþættir eru m.a. Wookiee (ísk. Vákar), Ewok, Duros, Hutt (t.d. hinn alræmdi Jabba the Hutt), Mandalorian, Rodian, og Twi'lek.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Upprunalegu myndirnar[breyta | breyta frumkóða]

Upprunalegu Star Wars myndirnar eru sex talsins. Sú fyrsta, Star Wars, kom út árið 1977. Árið 1981 var myndin endurútgefin sem Star Wars Episode IV: A New Hope, sem passar betur inn í nafnakerfi seinni myndanna. Önnur myndin, The Empire Strikes Back, kom út árið 1980. Árið 1983 kom þriðja myndin, Return of the Jedi, út. Aðalpersónan í þessum þremur myndum var Luke Skywalker, leikinn af Mark Hammill. Aðrar persónur voru m.a. Han Solo, leikinn af Harrison Ford, Princess Leia, leikin af Carrie Fisher og Svarthöfði (Darth Vader).

Árið 1997 kom út sérstök safnaraútgáfa á VHS með fyrstu þremur myndunum (IV, V og VI). Þar var búið að bæta myndgæðin með tölvutækni, t.d. voru dýrin þrívíddarmódel í staðinnn fyrir leikbrúður. Einnig voru ný atriði, og auk þess aukaefni með viðtölum og stuttmyndum um tæknileg atriði, eins og að yfirborð Death Star hafi verið búið til úr borðtennisborðum og handahófsvöldu dóti. Svo kom myndin Star Wars: The Clone Wars árið 2008.

Árin 1999-2005 komu þrjár Star Wars myndir út. Þær mynduðu saman forsögu hinna myndanna þriggja. Þessar myndir eru Star Wars I: The Phantom Menace (1999), Star Wars II: Attack of the Clones (2002) og Star Wars III: Revenge of the Sith (2005).

Árið 2012 keypti Disney LucasArts, af George Lucas, höfundi Star Wars. Áætlað er að mynd númer sjö komi út árið 2015.

Tónlistin í myndunum er mjög fræg, en hún er eftir John Williams.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Star Wars myndir I, II og III fjalla um Anakin Skywalker sem Qui-Gonn Jinn finnur sem ungan strák á plánetunni Tatooine; Qui-Gonn trúir að Anakin muni veita mættinum jafnvegi og hjálpar honum að flýja þrældóm. Jedi ráðið (Jedi Council) spáir því að endalok lífs Anakins verði eyðilögð af ótta og hatri, en leyfir þó Obi-Wan Kenobi, lærlingi Qui-Gonn, að vernda og þjálfa Anakin, eftir að Darth Maul drepur Qui-Gonn í enda Episode I: Phantom of Menace. Á sama tíma er plánetan Naboo, stjórnað af drottningunni Padmé Amidala, undir árás, og Jedi eru beðnir að hjálpa við ástandið. Árás þessi var í raun leyniáætlun Darth Sidious, til að Palpatine þingmaðurinn (sem var hann sjálfur) gæti yfirtekið Kanslara Galatic Republic. Myndir II og III fjalla um Anakin sem fellur smám saman að illu hlið máttarins. Í mynd II berst hann í Klónastríðunum, sem eins og fyrr voru hluti af áætlun Palpatine, til að laða Anakin að hinni illu hlið máttarins. Anakin verður ástfanginn af Padmé, og þau giftast í leyni. Í mynd III dreymir Anakin draum þar sem hann sér Padmé deyja í barnsnauð. Hann leitar hjálpar og finnur Darth Sidious (Palpatine) í geislasverðsbardaga við Mace Windu, þar sem hann drepur Windu og verður vinur Sidious. Anakin breytir svo nafni sínu í Darth Vader (ísl. Svarthöfði), Sidious sannfærir hann um að hann geti bjargað Padmé. En í enda myndar III sker Obi-Wan Kenobi Anakin með geislasverði í bardaga; á sama tíma deyr Padmé við að fæða Luke Skywalker og Leia Skywalker.

Mynd IV, A New Hope, byrjar 19 árum seinna þar sem Darth Vader er langt kominn í byggingu Death Star, geimskip sem getur eyðilagt plánetu með einu öflugu geislaskoti. Þetta geimskip myndi svo útrýma Rebel Alliance, sem var skapað í andstöðu við Galatic Empire. Darth Vader hefur rænt Leia Skywalker, sem hefur stolið leyniáætlum árásarinnar keisara Palpatine.

Clone Wars[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2008 kom út teiknimyndin Star Wars: The Clone Wars. Einnig eru til samnefndir þættir.

Aðrar myndir[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar aðrar Star Wars myndir myndir hafa komið út. Þar má nefna The Star Wars Holiday Special, tveggja tíma jólamynd sem var aðeins sýnd einu sinni í sjónvarpi og aldrei gefin út. Myndin fékk afar slæma dóma hjá gagnrýnendum og öðrum aðdáendum Star Wars. Einnig hafa komið út myndirnar Caravan of Courage: An Ewok Adventure (1984), Ewoks: The Battle for Endor (1985), The Great Heep (1986) og Lego Star Wars: The Quest for R2-D2 (2009).

Tölvuleikir[breyta | breyta frumkóða]

Fjöldamargir Star Wars tölvuleikir hafa verið gefnir út í gegnum tíðina. Sá fyrsti, The Empire Strikes Back, kom út árið 1982 fyrir Atari 2600 leikjatölvuna, og síðan þá hafa rúmlega 100 Star Wars tölvuleikir verið gefnir út. Má þar nefna The Old Republic seríuna, Jedi Knight seríuna og The Force Unleashed seríuna.