Harrison Ford

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harrison Ford árið 2010

Harrison Ford (f. 13. júlí, 1942) er bandarískur leikari sem hefur leikið í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta frá því hann hóf feril sinn snemma á 7. áratugnum. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum George Lucas; sem Han Solo í Stjörnustríð og sem Indiana Jones í samnefndri kvikmyndaröð.

Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Vitnið. Hann hefur auk þess verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna þrisvar, fyrir hlutverk sín í Moskítóströndin, Flóttaðurinn og Sabrina.

  Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.