Fara í innihald

Stapi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Herðubreið er einn þekktasti stapi Íslands
Hoodoo fjall, Kanada
Hogg Rock, í Bandaríkjunum

Stapi eða móbergsstapi er sérstök gerð eldfjalla sem myndast í eldgosi undir jökli eða íshellu. Gosefnin hlaðast upp í því rými sem bráðnar undan hita gossins. Fyrst um sinn hleðst upp gjóska og bólstraberg en þegar gosið hefur hlaðið sig upp fyrir mörk jökulsins og gosrásin einangrast frá vatninu hefst hraungos. Þegar jökullinn hverfur stendur eftir reisulegt kringlótt fjall með bröttum hamrabrúnum og lítilli dyngju á annars flötum toppi.

Að minnsta kosti fjörutíu stapar eru á Íslandi. Þeir mynduðust á kuldaskeiðum ísaldar en ekki er vitað til þess að slíkur hafi myndast undir núverandi jöklum landsins. Þekktasti stapi landsins er Herðubreið í Ódáðahrauni en Eiríksjökull er sá stærsti.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson (2008). Almenn Jarðfræði. Iðnú.
  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson (2003). Jarðargæði - Jarðfræði NÁT 113. Iðnú.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]