Stapafell
Stapafell er um 526 m hátt mænislaga bert og skriðurunnið móbergsfjall sem gengur suður úr undirhlíðum Snæfellsjökuls, um 3 km norður frá Hellnum og fyrir ofan Arnarstapa. Vegur liggur upp með fjallinu að austan norður um Kýrskarð og Jökulháls til Ólafsvíkur. Norðaustan við Stapafell er Botnsfjall sem í er Rauðfeldargjá og er hægt að ganga inn eftir gjánni inn að botni. Efst á Stapafelli er kletturinn Fellskross, fornt helgitákn en fellið er talið vera bústaður dulvætta.
Nálægir staðir[breyta | breyta frumkóða]
- Djúpalónssandur
- Snæfellsjökull
- Lóndrangar
- Hólahólar
- Saxhóll
- Bárðarlaug
- Arnarstapi
- Hellnar
- Fiskibyrgi
- Sönghellir
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Vesturland - Afþreying og staðir Geymt 2013-11-09 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
