Franklin Stahl
Útlit
(Endurbeint frá Stahl, Franklin)
Franklin William Stahl (fæddur 8. október 1929 í Boston) er bandarískur sameindalíffræðingur og prófessor á eftirlaunum við Oregon háskóla í Eugene.[1] Hann er þekktastur fyrir tilraunina sem kennd er við hann og Matthew Meselson, en hana framkvæmdu þeir árið 1958 og sýndu með henni fram á að afritun DNA er hálfgeymin (það er, að úr einni tvíþráða DNA-sameind verða tvær sem hvor inniheldur einn „gamlan“ þráð og einn nýsmíðaðan).[2] Síðustu áratugina hefur Stahl fengist mest við rannsóknir á endurröðun DNA í gerfrumum.[3] Honum var veitt Thomas Hunt Morgan orðan fyrir framlag sitt til erfðafræðanna árið 1996.[4]
Heimildir og tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Heimasíða Franklins Stahl við Oregon háskóla“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. september 2006. Sótt 7. mars 2011.
- ↑ M. Meselson og F. W. Stahl. 1958. „Replication of DNA in Escherichia coli“ PNAS 44, 671-682.
- ↑ J. W. Drake. 1997. „The 1996 Thomas Hunt Morgan Medal Franklin W. Stahl“. Genetics 145, 1–2.
- ↑ „Heimasíða bandaríska erfðafræðisambandsins“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2017. Sótt 7. mars 2011.