Stálpastaðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Í Stálpastaðaskógi.

Stálpastaðir er eyðibýli í Skorradal í Borgarbyggð. Þar er mikið skóglendi, Stálpastaðaskógur, en upphaflega var jörðin um 160 hektara lands og voru af þeim um 100 ha vel fallnir til skógræktar, sem nú eru fullnýttir. Margar erlendar trjátegundir hafa verið þar settar niður, en mest þó af rauðgreni, sitkagreni og stafafuru sem þykja dafna þar vel. Í skógræktinni eru nú merktir minningarlundir og göngustígar og merkingar, þar á meðal trjásafn yfir ýmsar trjátegundir sem ræktaðar hafa verið upp í landi Stálpastaða. Frá árinu 1952 hafa verið gróðursettar á Stálpastöðum rúmlega 600.000 plöntur af 28 tegundum frá 70 stöðum úr veröldinni. Haukur og Soffía Thors ánöfnuðu Skógrækt ríkisins Stálpastaði 1951.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.