Tóvélar Eyjafjarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tóvélar Eyjafjarðar var ullarverksmiðja sem sett var á stofn á Akureyri árið 1897. Vélakostur var þá ein kembivélastæða, spunavél og tvinningarvél. Verksmiðjan var upphaflega sett á stofn af yfirvöldum í Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarbæ en árið 1898 voru tóvélarnar boðnar til kaups fyrir 17.000 krónur. Árið 1902 voru Tóvélar Eyjafjarðar sem þá voru nefndar Tóverksmiðjan á Akureyri seldar til Verksmiðjufélagsins á Akureyri Limit en í því félagi voru tíu hluthafar. Verksmiðjan var stækkuð og síðan var stofnuð Klæðaverksmiðjan Gefjun.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]