Spilastokkur
(Endurbeint frá Spilakort)
Jump to navigation
Jump to search
Spilastokkur, oft bara kallaður spil, er safn 52 jafn stórra spjalda, eða spila og sem auðveldlega komast fyrir í lófa manns. Hvert spil er merkt með sérstöku tákni öðru megin en er með sams konar bakhlið og hin spilin. Spilastokkur er notaður í ýmsum leikjum, sem einnig kallast spil. Spilastokkurinn er uppruninn í Kína til forna og kom til Evrópu á seinni hluta 14. aldar.