Spjall:Spilastokkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hvaðan kemur þetta orð spilakort eiginlega? Aldrei heyrt það áður. Ekki heldur Orðabók Háskólans né Orðabók Eddu. Er þetta ekki bara kjöthrá þýðing úr ensku: Playing card? Sýnist það. Þetta hafa venjulega verið kölluð spil, spilakort hljómar dálítið einsog norska. Ég finn að vísu dæmi í Morgunblaðinu um spilakort, einsog t.d. dæmi úr frétt um útvegsspilið að því fylgi spilakort með upplýsingum um báta og útgerðir. En ég hef aldrei heyrt spil vera kölluð spilakort. Hvað segið þið, dregur amma ykkar fram spil og segir við ykkur: Nú skulum við spila á spilakort?--85.220.24.178 1. mars 2008 kl. 00:29 (UTC)

Það eru nokkur dæmi um orðið en það er rétt, miklu algengara að nota einfaldlega spil. Ég setti þetta bara hingað til að aðgreina frá hinni merkingu orðsins "spil" (sbr. borðspil, teningaspil o.sfrv.) Kannski ættum við að hafa greinina spil aðgreiningarsíðu því það er líka til merkingin vinda. --Akigka 1. mars 2008 kl. 00:45 (UTC)
Mér finnst að við ættum að færa þessa grein á spil eða spilastokkur. Talað er um að draga spil úr stokki og að spila á spil. Hins vegar heitir spil á dönsku kort og að spila á spil er at spille kort. Þaðan hygg ég að spilakort sé komið og við ættum að vísa því til föðurhúsanna. --Mói 1. mars 2008 kl. 11:55 (UTC)
Hmm. Það má vera, en spilakort er ekkert verri dönskusletta en t.d. bíll eða bíó... Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að við eru með þrjá hluti - á ensku en:Play (activity) = Leikur, en:Game = Leikur eða Spil og en:Playing card = Spil, Sum sé Leikur, Leikur=Spil, Spil. Þessi vandræðagangur í mér stafar af því að ég var að reyna að gera þrjár greinar úr tveimur orðum (sem eiga við um þrjú hugtök) :) --Akigka 1. mars 2008 kl. 13:12 (UTC)
Þótt orðið „spilakort“ hafi kannski sést á prenti, þá er það ekki notað í íslensku máli svo mér sé kunnugt. Mér finnst það vera stór meinbugur á notkun þess. Mér fyndist eðlilegt að segja „Spil“ fyrir „Playing card“ -- en ég er reyndar ekki með uppástungu um „Game“. Kannski að aðgreiningarsíða sé best? --Vésteinn 29. september 2008 kl. 05:20 (UTC)
Kallið þetta bara spil. --Baldur Blöndal 29. september 2008 kl. 13:23 (UTC)