Fara í innihald

Sorpbrennsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sorpbrennslustöð í Malmö í Svíþjóð.

Sorpbrennsla er aðferð sem gripið er til í sorpstjórnun. Í upphafi var sorp brennt aðeins til að eyða því og minnka magn sorps sem fór í landfyllingu, en í dag er það einnig brennt til að framleiða orku sem er þá breytt í rafmagn og hita.

Brennsla er talin betri leið til að meðhöndla sorp en að setja það í landfyllingu, en ekki eins æskileg og endurvinnsla. Brennsla á heimilissorpi skilur eftir sér leifar í formi sindurs og ösku, sem svara til 15–20% heildarmassa sorpsins. Oft fara þessar aukaafurðir í landfyllingu en þær geta nýst sem fylliefni í vegagerð, en slíkt afnot er umdeilt vegna áhættu á að skaðleg efni berist í jarðveginn. Þar að auki leiðir sorpbrennsla til þess að þungmálmar eins og blý og kvikasilfur, mengunarefni eins og díoxín og sýruefni svo sem brennisteinsoxíð verði losnuð í nærumhverfið. Með reykgashreinsun og bættum brennsluaðferðum er þó hægt að lágmarka losun slíkra efna. Það má líta á heimilissorp sem jarðefnaeldsneyti vegna tilveru plastefna í því, þó að það standi að mestu leyti saman af lífrænu efni.

Sorpbrennsla á sér stað í stórum brennsluofni. Áður en sorpið fer inn í ofninn er það flokkað og aðeins brennanlegt efni skilað eftir. Ákveðin efni henta ekki brennslu en þau eru fjarlægð. Önnur efni gætu haft áhrif á brennsluna því þau geta takmarkað eða aukið loftmagnið í ofninum. Í besta tilfelli er sorpið flokkað áður en því er skilið til brennslustöðvarinnar og það sem hægt er að endurvinna meðhöndlað á viðeigandi hátt. Það er stöðugt fylgst með brennslustöðvum, bæði brennslunni sjálfri og reykgösunum sem eru losnuð við brennsluna, til að minnka eins og mögulegt er áhrif á umhverfið.

Tilraunir á sorpbrennslu voru fyrst gerðar í Þýskalandi á seinni hluta 19. aldar. Hún var tekin upp í miklum mæli í Svíþjóð á sjöunda áratugnum. Vinsældir hennar þar drógust saman eftir áhyggjur um afleiðingar losunar díoxíns en sorpbrennslan er aftur á uppleið í Svíþjóð, sem hefur nú byggt yfir 30 sorpbrennslustöðvar. Auk þess að brenna sitt eigið heimilissorp flytja Svíar það inn frá öðrum evrópskum löndum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.