Soldánsdæmið Johor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Soldánshöllin í Johor var reist 1866.

Soldánsdæmið Johor var ríki í Suðaustur-Asíu sem var stofnað árið 1528 af Alauddin Riayat Shah 2.. Hann var sonur síðasta soldáns Malakka sem Portúgalir höfðu lagt undir sig árið 1511. Á hátindi sínum á 17. öld náði ríkið yfir suðurhluta Malakkaskaga, Singapúr, suðausturhluta Súmötru og Riau-eyjar. Snemma á 19. öld náðu Hollendingar áhrifum í eyjahlutanum og Bretar í meginlandshlutanum. Valdatafl þessara ríkja leiddi til þess að soldánsdæmið margklofnaði næstu áratugi. Stærstu hlutarnir voru Riau á Súmötru og Johor á Malakkaskaga. Soldánsdæmið Johor er enn til í þessari smækkuðu mynd. Núverandi soldán er Ibrahim Ismail af Johor.

Árið 1946 varð meginlandshlutinn hluti af Malajasambandinu og síðar Sambandsríkinu Malaja og að síðustu Malasíu. Árið 1949 varð Riau hluti af Indónesíu.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.