Solaris (kvikmynd frá 1972)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hverfið Akasaka í Tókýó var notað sem framtíðarborgin sem aðalsöguhetjan ekur um í einu upphafsatriði myndarinnar.

Solaris (rússneska: Солярис; umrit. Soljaris) er sovésk vísindaskáldsögumynd eftir Andrej Tarkovskíj frá 1972. Hún byggist á samnefndri skáldsögu eftir pólska rithöfundinn Stanisław Lem frá 1961. Í aðalhlutverkum eru Donatas Banionis og Natalja Bondartsjúk. Tónlistin í myndinni er eftir Edúard Artemjev.

Myndin gerist í geimstöð á braut umhverfis plánetuna Solaris þar sem vísindaleiðangur hefur stöðvast af því allir þátttakendur hafa lent í tilfinningalegri kreppu og eru gripnir ofsóknaræði. Sálfræðingurinn Krís Kelvín er sendur þangað til að meta stöðuna en verður sjálfur fyrir sömu dularfullu áhrifum. Tarkovskíj vildi gera tilraun til að skapa tilfinningalega dýpt í vísindaskáldsögumynd, en honum fannst aðrar slíkar myndir, eins og 2001: A Space Odyssey, leggja of mikla áherslu á framtíðartækni.

Myndin hlaut dómnefndarverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og fékk tilnefningu til gullpálma. Hún hlaut jákvæða dóma gagnrýnenda og var lengi talin ein besta vísindaskáldsögumynd allra tíma.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.