Andrej Tarkovskíj
Andrej Arsenjevitsj Tarkovskíj (Rússneska: Андре́й Арсе́ньевич Тарко́вский) (4. apríl 1932 – 29. desember 1986) var sovéskur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og óperuleikstjóri. Hann gerði aðeins sjö kvikmyndir í fullri lengd á ferli sínum, en hefur haft mikil áhrif á aðra leikstjóra. Kvikmyndir hans þykja oft tormeltar en sjálfur lagði hann jafnan áherslu á að myndir hans ættu ekki að tjá hlutlægan veruleika heldur drauma, hugsanir og endurminningar.
Guðrún Gísladóttir, leikkona, lék hlutverk völvunnar í síðustu kvikmynd Tarkovskíjs: Fórninni
Verk Tarkovskys[breyta | breyta frumkóða]
- 1962 – Æska Ívans
- 1966 – Andrei Rublev
- 1972 – Solaris
- 1975 – Spegill
- 1978 – Stalker
- 1983 – Nostalgia
- 1986 – Fórnin