Snækrókus
Snækrókus | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Crocus tommasinianus Herb. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Snækrókus eða Balkankrókus (fræðiheiti: Crocus tommasinianus),[1][2] er planta af ættkvísl krókusa. Hann er uppruninn á Balkanskaga og nefndur eftir grasafræðingnum Muzio G. Spirito de Tommasini (1794-1879) sem var borgarstjóri í Austurrísk-Ungversku borginni Trieste sem nú tilheyrir Ítalíu.[3] Íslenska heitið snækrókus er til komið vegna þess að hann er meðal fyrstu krókusa til að blómstra á vorinn.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Snækrókus er ein af smærri ræktuðu tegundum krókusa. Blómin eru grönn, um 2 - 4 sm löng, með hvítri krónupípu. Krónublöð (6) föl silfur-fjólublá til rauðfjólublá en ytri krónublöðin geta verið með silfurblæ pg með dekkri endum. Afbrigðið, C. tommasinianus f. albus, er hvítt og hæð þess um 7 til 8 sm. Honum er oft plantað í stórum breiðum í einka og almenningsgörðum en sáir sér einnig auðveldlega sjálfur sem hefur gefið honum stöðu sem illgresi í margra augum. Litningatala hanns er 2n = 16.[4]
Afbrigði
[breyta | breyta frumkóða]-
Snækrókus 'Barr's Purple'
-
Snækrókus 'Lilac Beauty'
-
Snækrókus 'Roseus'
-
Snækrókus 'Ruby Giant'
-
Snækrókus 'Whitewell Purple'
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ "Crocus tommasinianus". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
- ↑ Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
- ↑ Pflanzensoziologische Exkursionsflora für Deutschland und angrenzende Gebiete. Unter Mitarbeit von Angelika Schwabe und Theo Müller. 8., stark überarbeitete und ergänzte Auflage. Eugen Ulmer, Stuttgart (Hohenheim) 2001, ISBN 3-8001-3131-5, S. 143.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Paghat's Garden
- The Plant Expert Geymt 3 mars 2016 í Wayback Machine
- BBC
- Alpine House - Crocus Group Geymt 23 febrúar 2009 í Wayback Machine
- Kew Plant List Geymt 14 desember 2021 í Wayback Machine