Snækrókus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Snækrókus
Crocus tommasinianus (Xytram).jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Sverðliljuætt (Iridaceae)
Ættkvísl: Krókus (Crocus)
Tegund:
C. tommasinianus

Tvínefni
Crocus tommasinianus
Herb.
Samheiti
  • Crocus serbicus A.Kern. ex Maw
  • Crocus vernus var. tommasinianus (Herb.) Nyman

Snækrókus, eða 'Balkankrókus', Crocus tommasinianus,[1][2], var nefndur eftir grasafræðingnum Muzio G. Spirito de Tommasini (1794-1879), sem var borgarstjóri í Austurrísk-Ungversku borginni Trieste (nú í Ítalíu). Snækrókus er upprunninn frá Búlgaríu, Ungverjalandi, Albaníu, og fyrrum Júgóslavíu.[3] Íslenska nafnið kemur vegna þess að C. tommasinianus er meðal fyrstu krókusa til að blómstra.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Snækrókus er ein af smærri ræktuðu tegundunum. Blómin eru grönn, um 2 - 4 sm löng, með hvítri krónupípu, krónublöð (6) föl silfur-fjólublá til rauðfjólublá, en ytri krónublöðin geta verið með silfurblæ pg með dekkri endum. Afbrigðið, C. tommasinianus f. albus, er hvítt. Hæð hans er 7 til 8 sm.

Hann breiðist auðveldlega úr ræktun sem hefur gefið honum stöðu sem illgresi. Honum er oft plantað í stórum breiðum í einka og almenningsgörðum.

Litningatala er 2n = 16.[4]


Afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

Breiða af Elfenkrokus (Snækrókus) í Planten und Blumen, Hamburg

Dæmi:

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "Crocus tommasinianus". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  2. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 2015-01-25. Sótt 17. október 2014.
  3. Kew World Checklist of Selected Plant Families
  4. Pflanzensoziologische Exkursionsflora für Deutschland und angrenzende Gebiete. Unter Mitarbeit von Angelika Schwabe und Theo Müller. 8., stark überarbeitete und ergänzte Auflage. Eugen Ulmer, Stuttgart (Hohenheim) 2001, ISBN 3-8001-3131-5, S. 143.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist