Fara í innihald

Snyrtivörur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ýmislegar snyrtivörur

Snyrtivörur eru efni sem eru notuð til að bæta útlit eða lykt líkamans. Oftast eru þær blöndur af efnasamböndum sem geta verið af náttúrulegum uppruna eða tilbúin. Húðkrem, smyrsl, ilmvatn, varalit, naglalakk, hárlakk og lyktareyði má öll flokka sem snyrtivörur.

Snyrtivörur voru notaðar að fornu, til dæmis notuðu Fornegyptar laxerolíu til að vernda húðina. Rómverjar notuðu húðkrem úr bývaxi, ólífuolíu og rósavatni. Á 19. öld voru vaselín og lanólín fundin upp og árið 1911 kom Nivea Creme á markað. Í dag er stærsta snyrtivarafyrirtæki í heimi L'Oréal.

Bæði framleiðsla og notkun snyrtivara eru umdeildar: sum snyrtivarafyrirtæki gera tilraunir á dýrum við þróun nýrra vara. Dýratilraunir vegna framleiðslu snyrtivara eru nú bannaðar í Evrópusambandinu. Ýmsir hópir hafa gagnrýnt notkun á snyrtivörum, meðal annars femínistar og trúarhópir, sem halda til dæmis að snyrtivörur séu notaðar til að bæla niður konur eða að þær brjóti hógværð kvenna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.