Snið:Japan Grein
Útlit
Japan (Nippon/Nihon 日本 (táknin merkja sól og rætur/uppruna), þýðir bókstaflega „Uppruni sólarinnar“), er landamæralaust land í Austur-Asíu, staðsett austur af Kóreuskaga og vestarlega í Kyrrahafinu. Nafnið er oft þýtt „Land rísandi sólar“ og er sú þýðing ættuð úr kínversku. Áður en Japan hafði nokkur samskipti við Kína, var landið kallað Yamato (大和). Wa (倭) var nafnið sem Kínverjar notuðu snemma þegar þeir töluðu um Japan. Japan samanstendur af röð eyja, stærstar þeirra eru frá norðri til suðurs, Kyūshū (九州), Shikoku (四国), Honshū (本州, stærsta eyjan), og Hokkaidō (北海道). Lestu meira