Fara í innihald

Smøla (sveitarfélag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Smøla er eyjasveitarfélag í Mæri og Raumsdalur í Noregi. Sveitarfélagið er nyrst í sýslunni og er eyjaklasi sem samanstendur af þúsundum stórra og smárra eyja auk megineyjunnar Smøla. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 2.120 (2022).

Engin þéttbýli eru í Smølu, en miðbærinn er samþjappaður í kringum þorpið Hopen, sem er lengst norður á eyjunni Smøla. Þar er ráðhús, verslanir, skóli og fjölnotahús.

Smøla er norðvestur af Aure sveitarfélaginu og suður af Hitra í Þrændalög.