Fartæki
Útlit
(Endurbeint frá Smátæki)

Fartæki eru lítil raftæki, oftast með skjá, hönnuð til að passa í lófa eða vasa. Vanalega er þeim stjórnað með takkaborði eða snertiskjá, og þau eru yfirleitt nógu lítil til að hægt sé að nota þau með einni hendi. Dæmi um fartæki eru lófatölvur, farsímar, og snjallsímar. Einkenni þessara tækja er smæð þeirra, ásamt því að þau eru með lítinn skjá og eru hönnuð svo þau passi í lófa. Flest fartæki nota sérhæfð stýrikerfi fyrir lítil tæki.