Fara í innihald

Kytrusveppir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kytrusveppir
Kytrusveppasýking á kartöflum.
Kytrusveppasýking á kartöflum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kytrusveppir (Chytridiomycota)
Flokkar og ættbálkar

Kytrusveppir (latína: Chytridiomycota) eru skipting sveppa. Latneska heitið er dregið af gríska χυτρίδιον khytridion, sem þýðir "lítill pottur" og á við um lögun gróhirslunnar sem geymir bifgróin.

Kytrusveppir eru talsvert ólíkir öðrum sveppum að mörgu leyti en þeir eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum sveppum, til dæmis að mynda frumuvegg úr kítíni, þeir hafa baklæga svipu sem þeir nota til að synda, þeir soga upp næringuna sína, nota glýkógen sem forðanæringu og geta myndað lýsín með sérstöku nýsmíðunarferli (AAA-ferli).[2][3]

Kytrusveppir eru rotverur. Þeir geta brotið niður tormeltanleg efni eins og kítín, sem finnst í frumuveggjum sveppa og í skeljum liðdýra, og keratín sem finnst í hári, hornum, nöglum og húð ýmissa hryggdýra, og geta því stundum verið sníklar.[4] Rannsóknir á kytrusveppum stórjukust eftir að upp komst að kytrusveppurinn Batrachochytrium dendrobatidis orsakaði hrun í stofnum fjölda froskdýra og olli jafnvel útdauða sumra.[5][6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tedersoo, Leho; Sanchez-Ramırez, Santiago; Koljalg, Urmas; Bahram, Mohammad; Doring, Markus; Schigel, Dmitry; May, Tom; Ryberg, Martin; Abarenkov, Kessy (22. febrúar 2018). „High-level classification of the Fungi and a tool for evolutionary ecological analyses“. Fungal Diversity. 90 (1): 135–159. doi:10.1007/s13225-018-0401-0.
  2. Alexopoulos CJ, Mims CW, Blackwell M. 1996. Introductory Mycology. 4th edition. John Wiley & Sons, Inc.
  3. Kendrick, Bryce. 2000. The Fifth Kingdom. 3rd edition Focus Publishing: Newburyport, MA.
  4. Sparrow FK. 1960. Aquatic Phycomyetes. The University of Michigan Press:Ann Arbor. 2nd edition
  5. Blackwell, M (2011). „The Fungi: 1,2,3 … million species?“. American Journal of Botany. 98 (3): 426–438. doi:10.3732/ajb.1000298. PMID 21613136.
  6. Longcore, JE; Pessier, AP; Nichols, DK (1999). „Batrachochytirum dendrobatidis gen. et sp. nov., a chytrid pathogenic to amphibians“. Mycologia. 91 (2): 219–227. doi:10.1080/00275514.1999.12061011.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.