Skráarending

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skráarending er viðskeyti aftan við heiti tölvuskráar sem segir til um í hvaða skráarsniði innihald hennar er. Oftast er skráarending aðgreind frá skráarheiti með punkti. Misjafnt er hvað stýrikerfi gera við skráarendingar. Í sumum stýrikerfum (t.d. DOS) eru skráarendingar skilyrði, en í öðrum (t.d. RISC OS) eru þær ekki notaðar. Sum stýrikerfi takmarka fjölda stafa í skráarendingum meðan önnur gera það ekki. Til dæmis eru viðurkenndar skráarendingar fyrir HTML-stiklutexta tvær: .htm og .html þar sem sú fyrri var fyrir stýrikerfi sem ekki leyfa fleiri en þrjá stafi í skráarendingu.

Dæmi um skráarendingar:

.txt Algeng ending fyrir textaskrár
.html Vefsíða (HTML-stiklutexti)
.c Forritskóði skrifaður í forritunarmálinu C
.png Mynd á myndasniðinu PNG

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]