Skoska úrvalsdeildin
Jump to navigation
Jump to search
Skoska úrvalsdeildin |
---|
Stofnuð |
2013 |
Þjóð |
![]() |
Fall til |
Skoska meistaradeildin |
Fjöldi liða |
12 |
Evrópukeppnir |
Meistaradeildin Evrópukeppni félagsliða |
Bikarar |
Núverandi meistarar (2019-20) |
Celtic F.C. |
Heimasíða |
Opinber heimasíða |
Skoska úrvalsdeildin (enska: Scottish Premiership) er efsta deild knattspyrnu í Skotlandi. Hún var stofnuð árið 2013 með samruna Scottish Premier League (1998-2013) og Scottish Football League. 12 lið eru í deildinni og hvert lið spilar alls 38 leiki. Eftir 33 leiki skiptist deildin í neðri og efri helming þar sem liðin spila innbyrðis. Efsta liðið verður meistari og botnliðið fellur. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr skosku meistaradeildinni um sæti í úrvalsdeildinni. Celtic F.C. hefur unnið deildina frá upphafi (7 titlar).
Lið árið 2020[breyta | breyta frumkóða]
- Aberdeen
- Celtic
- Dundee United
- Hamilton Academical
- Hibernian
- Kilmarnock
- Livingston
- Motherwell
- Glasgow Rangers
- Ross County
- St Johnstone
- St Mirren