Fara í innihald

Skeifa (járn)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Slitin framfótarskeifa

Skeifa (járn, hestskór (gömul dönskusletta), skafl) er bogalaga (þ.e. U-laga) járn sem fest er með hóffjöðrum (hestskónöglum) undir fætur hesta til hlífðar hófunum. Skeifur eru hugsaðar til að ekki gangi á hófinn, og þegar þær eru festar undir hófana er talað um að járna hest. Sagt var fyrrum að á Íslandi hefðu Skaftfellingar breiðastar skeifur, enda er víða mjög grýtt í Skaftafelli. Skeifur hafa fundist í jörðu á meginlandi Evrópu frá sjöttu öld. Eftir að skeifur voru teknar í notkun jókst notagildi hrossa til muna, þar sem hófarnir slitnuðu ekki eins mikið undir þungum byrðum.

Hóffjaðrir (hestskónaglar)

[breyta | breyta frumkóða]

Ef hóffjöður, sem sumir nefna skeifufjöður eða bara fjöður, og sumir jafnvel hestskónagla, er með broddi (egg) á hausnum nefnast hóffjöðurinn gandur (gandi eða gandajárn), broddfjöður eða broddnagli. Orðið stappa er svo haft um hóffjöður með haus sem fellur í gatið á skeifunni.

Fjöður er þó sums staðar haft um fínni nagla en þá sem venjulega eru nefndir fjaðrir. Eins og og segir í Úr byggðum Borgarfjarðar eftir Kristleif Þorsteinsson:

Sexboraðar skeifur voru hafðar undir reiðhesta. Voru þær kallaðar „dragstöppur“, og var þá járnað með fínni nöglum, sem nefndir voru fjaðrir.

Skaflaskeifur

[breyta | breyta frumkóða]

Skaflaskeifur eða (skaflar) eru með broddum sem ganga neðan úr þeim aftanverðum og neðanverðum. Broddarnir eru til þess að hrossið renni síður á ís eða hálku.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sumstaðar á landinu nefnist slitin og þunn skeifa plenta [1] [2] (t.d. Borgarfirði), en það orð er þó oftast haft um lítla köku, lummu eða dalplentu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Beyginarlýsing íslensks nútímamáls
  2. Orðabók Háskólans[óvirkur tengill]
  • Of litlar skeifur landlægur óvani; grein í Morgunblaðinu 1998[óvirkur tengill]
  • Enn þrefað um fótabúnaðarreglur; grein í Morgunblaðinu 1999[óvirkur tengill]
  • „Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.