Fara í innihald

Skefill (landnámsmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skefill var landnámsmaður í Skagafirði. Í Landnámabók segir að hann hafi lent skipi sínu í Gönguskarðsárósi í sömu viku og Sæmundur suðureyski og tekið svæðið milli Gönguskarðsár og Sauðár í óleyfi af landnámi Sæmundar en Sæmundur hafi látið kyrrt liggja. Samkvæmt því sem segir um landnám Eilífs arnar í Landnámu hefur landnám Skefils þá aðeins verið svæðið milli ánna en það stenst varla, þetta hefði þá verið minnsta landnám á Íslandi. Líkur hafa þess vegna verið leiddar að því að Skefill hafi einnig numið Gönguskörð og Reykjaströnd en allt land fyrir sunnan Gönguskarðsá hafi tilheyrt landnámi Sæmundar og þar með bæjarstæði Sauðárkróks.

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.